Seyra sem fosfór gjafi í áburði

Heiti verkefnis: Seyra sem fosfór gjafi í áburð

Samstarfsaðilar: Landbúnaðarháskólinn - Friederike Dima Danneil - LBHI , Samherji Landeldi – Heiðdís Smáradóttir

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2025

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Fosfór (P) er eitt af nauðsynlegum næringarefnum fyrir vöxt og starfsemi plantna. Fosfór er oft bundin öðrum efnum, lífrænum og ólífrænum sem kemur í veg fyrir að plöntur geti nýtt hann.

Fosfór sem notaður er í áburð er unninn úr námum og mun hann klárast fyrr eða síðar. Varað hefur verið við „fosfatkreppu“ sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðslu.

Fiskaseyra úr landeldi inniheldur tiltölulega mikið magn af fosfór.
Fósfórinn í seyrunni er að mestu bundinn steinefnum og er því á óleysanlegu formi sem plöntur geta ekki nýtt.

Markmið verkefnisins er að meðhöndla seyruna með umhverfisbakteríum sem hafa þann eiginleika að geta losað fósfórinn frá steinefnum, gert hann leysanlegan og aðgengilegan plöntum. Þar með má nota fiskiseyru úr landeldi sem fosfór gjafa í áburði.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Samherja Landeldi (Dr. Heiðdísi Smáradóttur) sem útvegar seyru og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri (Dr. Friederike Dima Danneil) sem rannsakar áhrif áburðar með meðhöndlaðri seyru á vöxt plantna í samanburði við áburð með ómeðhöndlaðri seyru.