Skýrslur

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐ and processing properties of whiting

Útgefið:

30/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐  and processing properties of whiting

Markmið verkefnisins var að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæða‐  og vinnslueiginleikum (efna‐  og eðliseiginleikar) hennar eftir árstíma. Til samanburðar voru notaðar upplýsingar um ýsu. Niðurstöður leiddu í ljós að flakanýting (vinnslunýting) tengdist holdafari þar sem jákvæð fylgni var á milli flakanýtingar og holdafarsstuðuls og var hún áberandi hæst í mars mánuði. Á sama tíma var minna los í fisknum samanborið við aðra árstíma. Niðurstöður verkefnisins virðast benda til þess að ekki sé heppilegt að veiða lýsuna í kringum hrygningartímann, eða á miðju sumri, með tilliti til vinnslu‐, eðliseiginleika og annarra gæðaeiginleika.

The aim of the project was to study seasonal variation in quality‐ and processing properties of whiting (Merlangius merlangus). Haddock was used as a reference group. The results showed positive correlation between fillet yield and condition factor, with highest value in mars. At the same time gaping was minor. The results indicated that during spawning time it is not suitable to catch whiting with regards to processing‐ and quality properties.

Skoða skýrslu