Vestmannaeyjar

Tengiliður

Erlendur Ágúst Stefánsson

Verkefnastjóri

erlendur@matis.is

Vestmannaeyjar hefur lengi verið einn mikilvægasti útgerðarstaður á Íslandi, enda stutt að sækja þaðan á ýmis af fengsælustu fiskimiðum landsins. Mikilvægasta atvinnugreinin þar hefur því verið og er enn sjávarútvegur og fiskvinnsla, enda henta staðhættir öðrum matvælagreinum s.s. landbúnaði illa.

Starfsemi Matís í Vestmannaeyjum er einkum fólgin í því að vinna með fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækjum á staðnum að aukinni nýtingu á sjávarafla og finna leiðir til að auka verðmæti hans. Einnig hefur verið unnið að nýtingu nýrra afurða og má þar nefna verkefni sem tengist veiðum og vinnslu á makríl. Starfsmaður Matís í Vestmannaeyjum hefur einnig unnið með matvælaframleiðslufyrirtækjum við þróun nýrra afurða.

Starfstöð Matís er til húsa í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. 

Matís í Vestmannaeyjum:

Ægisgötu 2
900 Vestmannaeyjar

IS