Fjármál Matís
Mikil vinna er lögð í rekstraráætlun og –uppgjör og er farið yfir áætlun og ítarlegt rekstraruppgjör í hverjum mánuði að kröfu stjórnar og er því eftirfylgnin mikil.
Undirbúningsvinna við gerð rekstraráætlunar Matís fyrir komandi rekstrarár hefst ávallt um miðjan september. Grunnvinna áætlanagerðarinnar fer fram á stoðsviði Matís, sviði fjármála og rekstur, og er stýrt af fjármálastjóra. Rekstraráætlun er svo yfirfarin með verkefnastjórum og endurskoðuð með sviðsstjórum áður en hún er lögð fyrir stjórn.
Heildartekjur Matís hafa vaxið jafnt og þétt frá stofnun. Stærsti hluti tekna Matís á árinu 2017 kemur frá þjónustusamningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, um 26%, enda sinnir fyrirtækið mikilvægu hlutverki í matvælaeftirliti Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Matís sinnir rannsóknum fyrir þessar stofnanir og veitir óháða ráðgjöf þegar þess er óskað. Um 25% tekna Matís koma úr erlendu samstarfi rekstrarárið 2017.
Innlendir sjóðir nema um 18% sölutekna ársins 2017 og eru einnig mikilvægir í tekjuöflun Matís. Aðrar tekjur Matís skiptast þannig að fyrirtæki innanlands eru með um 17% sölutekna ársins 2017 og aðrir opinberir aðilar um 5%.
Hlutfallsleg skipting tekna
Stærstu gjaldaliðir fyrir utan laun og launatengd gjöld eru skrifstofu og stjórnunarkostnaður, rekstrarkostnaður vegna verkefna og rekstur húsnæðis.
Matís er í góðu samstarfi við Ríkisendurskoðun, sem sér um endurskoðun á ársreikningi Matís.
Unnið er að bókhaldsferlum og verklagsreglum í samvinnu við Ríkisendurskoðun og hefur umsögn Ríkisendurskoðunar um rekstur Matís verið athugasemdalaus sl. ár.
Ársreikningar Matís ohf.
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2020
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2019
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2018
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2017
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2016
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2015
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2014
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2013
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2012
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2011
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2010
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2009
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2008
- Ársreikningur fyrir starfsárið 2007