Starfsemi Matís

Tengiliður

Oddur Már Gunnarsson

Forstjóri

oddur.m.gunnarsson@matis.is

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Verkefnin eru unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla og öll þau sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaði þjónustu.

Markvisst er unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki í gegnum alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni.

Gildi Matís

Frumkvæði – Sköpunarkraftur – Metnaður – Heilindi.

Hlutverk Matís

  • Efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs.
  • Tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.
  • Bæta lýðheilsu.

Stefna og framtíðarsýn

  • Að halda áfram að vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins.
  • Að halda áfram að vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsfólk nýtur sín í starfi.
  • Og hafa hæft og ánægt starfsfólk.

Saga Matís

Árið 2006 voru sett lög á Alþingi sem heimiluðu stofnun opinbers hlutafélags sem sameinaði undir einn hatt þrjár ríkisstofnanir sem sérhæfðu sig í rannsóknum og þróun í matvælaiðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Við stofnun Matís rann líftæknifyrirtækið Prokaria einnig inn í fyrirtækið. Sömu lög kváðu á um nýja stofnun Matvælarannsókna hf. en starfræksla þess sem opinbers hlutafélags hófst þann 1. janúar 2007 undir nafninu Matís. Starfsemi þess í dag heyrir undir Matvælaráðuneyti.

Matís starfar á grundvelli laga nr. 68/2006 um Matís ohf. Þau er að finna hér: Lög um Matís ohf.

IS