Ráðgjöf við endurbætur í matvælaframleiðslu

Þarftu ráðgjöf við endurbætur í matvælaframleiðslu?

Hvort sem við einbeitum okkur að landbúnaði, sjávarútvegi, líftækni til matvælaframleiðslu eða fiskeldi þá skiptir máli að hugað sé að umhverfis-, dýravelferðar-, lýðheilsu og matvælaöryggisþáttum þegar framleiða skal matvæli. 

Vinnsluferlar

Góðir vinnsluferlar stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að auka hráefnisgæði og stöðugleika afurða við geymslu og flutning, og auka öryggi og hagkvæmni við framleiðslu.

Tryggðu gæði, hagkvæmni og bætta nýtingu

Skoða nánar
Gæðamál

Matís býður upp á margvíslega þjónustu tengda gæðamálum, allt frá erfða-, örveru- og efnamælingum, til uppsetningar gæðahandbóka og ráðgjafar við innra eftirlit.

Framleiddu örugga hágæðavöru

Skoða nánar
Lífefnasmiðjan

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu og sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Viltu fá aðstoð með vöruþróunina?

Skoða nánar
Líftækni

Í líftækni er meðal annars unnið að rannsóknunum á lífefnum, lífvirkum efnum og ensímum út frá því markmiði að vinna markaðshæfar afurðir. Íslensk náttúra er lykillinn að öllu rannsóknarstarfi Matís innan líftækninnar.

Vantar þig ráðgjöf varðandi líftækni?

Skoða nánar
Vöruþróun og neytenda-rannsóknir

Matís aðstoðar fyrirtæki og frumkvöðla á öllum stigum vöruþróunar, allt frá hugmyndastigi að vinnsluferlum og neytendarannsóknum.

Skapaðu vöru þinni forskot

Skoða nánar
Umhverfismál

Í kjölfar vitundarvakningar í umhverfismálum eru flest fyrirtæki farin að huga að umbótum í framleiðsluferli sínu og vöruþróun.

Nýjar áskoranir og samfélagsábyrgð

Skoða nánar
Skynmat

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla.

Hvað finnst fólki um vöruna þína?

Skoða nánar

Vilt þú efla þína framleiðslu?