Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) gagnagrunnurinn geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla sem eru á íslenskum markaði.
Hluti gagna í gagnagrunninum er birtur hér á vefsíðu Matís. Áður hafa verðið gefnar út næringarefnatöflur sem prentaðar handbækur og sem pdf skjöl á vefsíðu Matís.
- Birtar eru fáanlegar upplýsingar um 45 efni í um 1200 fæðutegundum. Meðal efnanna eru prótein, fita, kolvetni, vatn, vítamín, steinefni og fjögur óæskileg efni; kvikasilfur, blý, kadmín og arsen.
- Ein tafla er fyrir hverja fæðutegund.
- Allar töflurnar sýna innihald í 100 grömmum af ætum hluta.
- Gildi í ÍSGEM gagnagrunninum lýsa samsetningu þeirra sýna sem voru efnagreind. Ef samsetningin var metin með útreikningum eiga niðurstöðurnar aðeins við viðkomandi uppskrift og forsendur. Efnainnihald flestra fæðutegunda er breytilegt og því getur verið að gildi í ÍSGEM eigi ekki við öll sýni af viðkomandi fæðutegund.
Mælt er með því að fólk kynni sér ítarlegri leiðbeiningar með því að smella á: ÍSGEM skýringar.
Um leit í ÍSGEM
- Hafa þarf í huga að efnasamsetning matvæla breytist af margvíslegum ástæðum, nefna má áhrif fóðurs, umhverfisþætti, aðferðir við kjötskurð og breyttar uppskriftir unninna matvæla.
- ÍSGEM gagnagrunnurinn hefur verið nýttur við gerð næringaryfirlýsinga fyrir umbúðir matvæla. Í slíkum tilfellum þarf alltaf að vega og meta hvort upplýsingarnar eigi við. Þeir sem markaðssetja matvæli bera alltaf ábyrgð á því að upplýsingar á umbúðum matvæla séu réttar.
- Matís ábyrgist ekki áreiðanleika gagnanna eða notkun þeirra á öðrum vettvangi.
Kynning á vefforriti Matís til að reikna næringagildi – upptaka.