Næringartöflur

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringartöflur – Næringargildi matvæla

  • Næringartöflurnar (5. útgáfa) eru frá árinu 2003 og hafa ekki verið uppfærðar frá þeim tíma.
  • Næringargildið sem birt er í töflunum hvílir á traustum grunni og á það sérstaklega við um óunnar fæðutegundir. Þó þarf að hafa í huga að efnasamsetning matvæla breytist af margvíslegum ástæðum, nefna má áhrif fóðurs, umhverfisþætti, aðferðir við kjötskurð og breyttar uppskriftir unninna matvæla.
  • Notendur upplýsinganna þurfa alltaf að vega og meta hvort þær eigi við þau matvæli sem um ræðir. Þeir sem markaðssetja matvæli bera alltaf ábyrgð á því að upplýsingar á umbúðum matvæla séu réttar. 
  • Matís ábyrgist ekki áreiðanleika gagnanna eða notkun þeirra á öðrum vettvangi.

Heildarútgáfa, sú fimmta í röðinni, gefin út á netinu 2003 á PDF formi

Í næringarefnatöflunum eru upplýsingar um næringargildi algengra matvæla. Gefin eru gildi fyrir orku, orkuefni, og nokkur vítamín og steinefni. Gögnin eru úr íslenka gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) en Matís sér um rekstur hans í samstarfi við Manneldisráð Íslands (Lýðheilsustöð).

Næringarefnatöflunum er skipt upp eftir fæðuflokkum. Innan hvers flokks er fæðutegundum raðað í stafrófsröð. Hægt er að velja fæðuflokk með því að smella á einhvern af flipunum hér að neðan. Ef þú ert ekki viss um hvaða fæðuflokk þú eigir að velja, er hægt að leita í listanum yfir allar fæðutegundir. Þar er fæðutegundum raðað í stafrófsröð og sýnt í hvaða töflum eigi að leita.

Athugið að fyrir hvern fæðuflokk eru nokkrar töflur. Fyrst birtast upplýsingar um orku, orkuefni og önnur meginefni en það þarf að fara á næstu síðu til að sjá gildi fyrir nokkur vítamín og steinefni í sömu fæðutegundum.

Gildin í töflunum eru viðmiðunargildi því samsetning flestra matvæla getur verið nokkuð breytileg.

Listi yfir allar fæðurtegundir

Næringarefnatöflur fyrir einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi, júní 2010

Töflurnar gefa upplýsingar um prótein, fosfór, natríum og kalíum í 1200 fæðutegundum. Einnig fylgja upplýsingar um önnur meginefni en prótein, auk gilda fyrir kalk og magnesíum.