Reikna næringargildi út frá uppskrift

Nýtt vefforrit til að reikna næringargildi út frá uppskrift

Vefforritið var þróað í Matvælasjóðsverkefninu Nýjar lausnir fyrir merkingu matvæla.

Nákvæmar leiðbeiningar um notkun forritsins má nálgast hér.

Forritið skilar niðurstöðum í samræmi við reglugerð 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Fylgja þarf aðgerðum allt til enda til að ljúka frágangi á niðurstöðum. Áreiðanlegar niðurstöður fást aðeins með vönduðum vinnubrögðum. Niðurstöður útreikninga á næringargildi matvæla eru alltaf á ábyrgð þess sem birtir þær á umbúðum matvæla eða kynnir þær með öðrum hætti.

Vinsamlega sendið athugasemdir og ábendingar varðandi vefforritið á: olafurr@matis.is.