Vöruþróun og neytendarannsóknir

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Skapaðu vöru þinni forskot

Matís aðstoðar fyrirtæki og frumkvöðla á öllum stigum vöruþróunar, allt frá hugmyndastigi að vinnsluferlum og neytendarannsóknum. Matís leggur áherslu á að starfa náið með viðskiptavinum að vöruþróun og veitir fjölbreytta sérfræðiaðstoð sem nýtist við að leysa sértæk verkefni. Neytendarannsóknir nýtast framleiðendum við að spá fyrir um viðtökur neytenda, til að markaðssetja vöruna á réttan hátt og auka þannig líkur á velgengni vörunnar.

Matarsmiðja

Matís starfrækir matarsmiðju í Reykjavík þar sem framleiðendur geta leigt aðstöðu til fjölbreyttrar matvælavinnslu og fengið aðstoð við vöruþróun. Matarsmiðjan hentar vel smáframleiðendum sem eru að fóta sig á markaði.

Vörumat

Oft þarf að meta eiginleika og gæði hráefnis eða vöru sem er í þróun eða framleiðslu. Mælingar, svo sem á örverum og ýmsum efnum, eru valdar eftir þörfum til að tryggja öryggi eða til að meta hvort varan standist kröfur um gæði, næringargildi eða innihaldsefni. Skynmat er notað til að meta eiginleika í lykt, útliti, bragði og áferð vörunnar.

Geymsluþol

Geymsluþol er háð gæðum og öryggi matvæla. Kröfur hafa aukist um geymsluþolsmat frá óháðum aðila og tekur Matís að sér slíkt mat. Ásamt skynmati eru örveru- og efnamælingar notaðar eftir þörfum til að meta geymsluþol matvara.

Næringargildi

Matís aðstoðar við útreikning á næringargildi matvæla.

Neytendakannanir

Neytendakannanir eru notaðar til að kanna smekk, hegðun, og viðhorf neytenda með það að markmiði að þróa nýjar vörur, endurbæta vörur, og/eða finna markhópa. Matís framkvæmir neytendakannanir af öllum stærðum og gerðum. Góð geymslu- og pökkunaraðstaða fyrir matvörur er til staðar sem tryggir gæði vörunnar meðan á rannsókninni stendur.

Rýnihópar

Rýnihópavinna gefur ítarlegar niðurstöður fyrir lítinn hóp neytenda og er t.d. notuð til að fá mat á vöru, umbúðum og ímynd vörunnar. Oft er hún einnig notuð til að finna svigrúm fyrir nýjar vörur á markaði.

Viðhorfskannanir

Neysluhegðun byggir að miklu leiti á upplifun og viðhorfum neytenda til vara, vöruhópa og þjónustu. Matís framkvæmir kannanir með það að markmiði að greina viðhorf neytenda sem getur verið mjög nytsamlegt við markaðssetningu og til að finna svigrúm fyrir nýjar vörur á markaði.

Markaðsgreining og áreiðanleikakannanir

Matís aðstoðar fyrirtæki við markaðsgreiningar fyrir vörur á matvæla- og líftæknisviði. Einnig framkvæmum við mat á áreiðanleika vinnsluferla og tækni í matvælavinnslu og líftækniiðnaði, aðstoðum við uppsetningu viðskiptalíkana og veitum ráðgjöf um öflun starfs- og rekstrarleyfa.

Vantar þig aðstoð við að þróa þína vöru?

IS