Viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar Matís

Viðskiptaskilmálar gilda um öll viðskipti Matís ohf. (hér einnig nefnt félagið) og viðskiptamanna þess (hér einnig nefndir kaupendur), nema um annað sé samið sérstaklega.Viðskiptamönnum ber að kynna sér skilmálana áður en viðskipti eiga sér stað. Með því samþykkja viðskiptamenn viðskipti við Matís ohf og gangast undir skilmála þess að öllu leyti.

Þeir viðskiptamenn sem eru í reikningsviðskiptum samþykkja um leið viðskiptaskilmála félagsins eins og þeir eru á hverjum tíma.

Undir skilmála fellur öll vara og þjónusta, sem keypt er af Matís ohf. Félagið áskilur sér rétt til að breyta bæði almennum viðskiptaskilmálum og sérskilmálum án fyrirvara. Með skilmálum þessum falla eldri skilmálar úr gildi.

Reikningsviðskipti

Óski viðskiptamaður eftir reikningsviðskiptum, skal hann sækja sérstaklega um það á skrifstofu félagsins. Það er forsenda reikningsviðskipta að viðunandi tryggingar séu til staðar fyrir reikningsúttektum.

Matís ohf setur skilyrði fyrir reikningsviðskiptum samkvæmt lánshæfimati byggðu á upplýsingum frá Creditinfo. Viðskiptareikningar Matís ohf eru mánaðarreikningar og eru reikningar sendir út í lok hvers mánaðar.

Matís ohf áskilur sér rétt til að hafna viðskiptum ef svo ber undir.

Viðskiptamönnum ber að senda Matís ohf tilkynningu um breytt heimilisfang ef svo ber við.

Gjaldskrá

Allt verð sem félagið gefur upp er grunnverð samkvæmt gildandi gjaldskrá. Virðisaukaskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði nema það sé sérstaklega tekið fram. Gjaldskrá getur breyst án fyrirvara.

Greiðsluskilmálar

Það fyrirkomulag er viðhaft við innheimtu viðskiptaskuldar vegna reikningsviðskipta hjá Matís ohf að greiðsluseðlar eru sendir viðskiptamanni í byrjun hvers mánaðar. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast félaginu innan 20 daga frá útgáfudegi annars teljast þeir samþykktir. Þeir viðskiptamenn sem fá senda greiðsluseðla samþykkja að greiða sérstakt seðilgjald samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers mánaðar er 14. dag næsta mánaðar á eftir. Eindagi er 21. dagur næsta mánaðar á eftir úttektarmánuði.

Sé reikningur ekki greiddur í síðasta lagi á eindaga, þ. e. fyrir 21. dag næsta mánaðar eftir úttektarmánuð, reiknast dráttarvextir skv. 6. gr. l. 38/2001 af heildarskuld viðskiptamanns við félagið.

Vísað er til innheimtulaga nr. 95/2008 og gildandi reglugerða varðandi innheimtugjöld

Sé skuld ekki greidd innan þeirra fresta sem viðskiptamanni eru veittir með innheimtubréfi og/eða innheimtuviðvörunum hefur félagið fulla heimild til að senda viðskiptaskuld í löginnheimtu án frekari fyrirvara.

Félagið áskilur sér rétt til þess að synja viðskiptavini um þjónustu ef skuldastaða í löginnheimtuferli.

Trúnaður

Um samninga Matís ohf og viðskiptavina þess, skilmála þessa og aðra skilmála þeim tengdum fer samkvæmt íslenskum lögum. Komi til málaferla eða löginnheimtu vegna viðskipta félagsins og viðskiptamanns má reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Almennir viðskiptaskilmálar Matís ohf. á pdf sniði.