Matarsmiðja

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu og sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst.

Starfsemi í matvælavinnslu Matís, Vínlandsleið 12

Matvælavinnslusvæðin skiptast í móttökusal, vinnslusal, tækjasal, þurrrými, hitunarrými, pökkunarrými og tilraunaeldhús ásamt þeim geymslum, kælum og frystum sem þessum rýmum tilheyra. Við vinnu í þessum rýmum þarf að klæðast viðeigandi vinnufatnaði og viðhafa þau vinnubrögð í umgengni og hreinlæti sem aðstæður krefjast. Einnota samfestingar, skóhlífar og hárnet eru geymd í fatahengi við salerni við inngang í vinnslurými.

Nánari upplýsingar:

Frekari upplýsingar um Matarsmiðjuna er hægt að nálgast í eftirfarandi myndbandi.

Áhugasömum er einnig bent á fundinn Sprotar og vöruþróun. Hvernig getur Matís aðstoðað?

IS