Í dag birtist ítarlegt viðtal við Odd M. Gunnarsson, forstjóra Matís, á Vísi þar sem hann fer yfir stefnumótunar og -innleiðingarvinnu sem hefur átt sér stað að undanförnu hjá Matís.
„Það sem gerðist hjá okkur er að við byggðum upp sterkari stjórnendur og öflugt samstarf á milli faghópa og sviða. Því nú er það þannig að faghóparnir og sviðin eru vön því að vinna oftar og meira saman og ef eitthvað kemur upp sem þarf að ræða er strúktúrinn orðinn þannig að menn setjast einfaldlega bara niður og ræða sig í gegnum þau mál,“ segir Oddur meðal annars í viðtalinu.
Viðtalið í heild sinni má finna hér.
