Norræna nýsköpunarmiðstöðin gefur m.a. út fréttabréfið Innovate á ensku og í síðasta tbl. ársins 2005 er að finna viðtöl við þær Sjöfn Sigurgísladóttur forstjóra og Margréti Geirsdóttur, matvælafræðing á Rf. Umræðuefnið er þeir möguleikar sem felast í vinnslu hágæðapróteina úr fiski.
Hlutverk Norrænu nýsköpunarmiðstöðivarinnar (Nordisk InnovationsCenter) er m.a. „að vinna að því að Norðurlönd verði virkur innri markaður án landamæra þar sem ekkert kemur í veg fyrir frjálsan flutning hæfni, hugmynda, fjármagns, fólks eða afurða,“ eins og segir í kynningu á vefsíðu stofnunarinnar.
Stofnunin hefur aðsetur í Osló og þar starfar fólk frá öllum Norðurlöndunum. Stofnunin gefur m.a. út skýrslur og fréttabréf, m.a. Innovate, sem fyrr segir.
Viðtalið við Sjöfn ber yfirskriftina One fish, two fish (bls 10) og yfirskrift viðtalsins við Margréti er Something fishy (bls. 9).