Skýrslur

Áhrif húðkrems með innihaldsefni úr þangi á húð / The effects of skin cream containing seaweed extract on skin

Útgefið:

28/12/2018

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir & Halla Halldórsdóttir

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Extrakt af bóluþangi (Fucus vesiculosus) hefur verið mikið rannsakað og sýnt hefur verið fram á lífvirka eiginleika extraktsins í in-vitro rannsóknum á húðfrumum manna. Markmið rannsóknarinnar sem lýst er í þessari skýrslu, var að rannsaka áhrif húðkrems sem inniheldur lífvirk efni úr bóluþangi á húð manna in-vivo.

Framkvæmd var tvíblind íhlutunarrannsókn, með tveimur sambærilegum hópum fólks á aldrinum 40 til 60 ára, sem notuðu annað hvort húðkrem sem innihélt lífvirka þangextraktið eða krem ​​sem innihélt öll sömu innihaldsefnin fyrir utan extraktið (viðmið). Áhrif kremanna á húðeiginleika voru mæld þrisvar sinnum á tólf vikna tímabili. Fyrsta mæling var framkvæmd við upphaf (áður en notkun krems hófst), þá eftir sex vikna daglega notkun (morgna og kvölds) kremsins og við lok íhlutunarinnar eftir 12 vikur. Húð þátttakenda var mæld með Dermalab Series Clinique Combo frá Cortex technology, sem safnaði gögnum um m.a. húðteygjanleika, raka og kollagenstyrk.

Teygjanleiki húðar jókst með tímanum hjá báðum hópum. Aukningin var meira áberandi í hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi. Tvær breytur voru mældar með ultrasonic húðmyndgreiningu: kollagenstyrkur og húðþykkt. Styrkur kollagens jókst ekki í húð þátttakenda meðan á rannsókninni stóð og enginn greinanlegur munur fannst á þykkt húðar þátttakenda með tímanum. Hins vegar var húðin þykkari hjá hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi en viðmiðunarhópurinn í þriðju mælingu. Raki jókst í húð þátttakenda milli fyrstu og annarar mælingar en minnkaði aftur lítillega frá annarri til þriðju mælingu. Niðurstöðurnar sýndu að notkun kremanna auka raka í húðinni en aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem rakastig í andrúmsloftinu. Raki í húð hópsins sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi  hafði tilhneygingu til að vera meiri samanborið við viðmiðunarhópinn í þriðju mælingu.

Ályktun rannsóknarinnar er sú að húðkremið sem innihélt extrakt úr bóluþangi hafði jákvæð áhrif á húð þátttakenda. Hins vegar voru niðurstöður einnig jákvæðar hjá hópnum sem notaði viðmiðunarkremið og oft var munurinn á hópunum tveimur ekki marktækur. Í þeim tilvikum sem munur á hópunum reyndist marktækur, var það kreminu með bóluþangi í vil.
___

Fucus vesiculosus extract has been extensively studied, and has shown to possess remarkable bioactive properties on human skin cells in-vitro. The aim of this work was to study the effects of skin cream containing the bioactive seaweed Fucus vesiculosus extract on human skin in vivo.

This was done via double blind intervention study, with two comparable groups of people in the age range 40 to 60, who used either a skin cream containing the bioactive seaweed extract, or a cream containing all the same ingredients aside from the extract (control), or a placebo. The effects of the creams on skin parameters were measured three times over a period of twelve weeks. The skin of the participants was measured with a Dermalab Series Clinique Combo from Cortex technology, which gathered data about e.g. skin elasticity, hydration, and collagen intensity, at baseline, after six week and 12 weeks of daily use (mornings and evenings) of the cream.

Elasticity increased over time for both groups. The increase was more noticeable in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract. Two parameters were measured using ultrasonic skin imaging: collagen intensity and skin thickness. The collagen intensity did not increase in the skin of the participants during the study and no differences in thickness of the skin of the participants were seen over time. However, the skin was thicker for the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract than the placebo group in the third measurement. The hydration increased in the skin of the participants from the first to the second measurement but decreased again slightly from the second to third measurement. It can be concluded that using the creams increases hydration in the skin but other factors have an impact too, such as the hydration level in the atmosphere. A trend was seen for more hydration in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract compared to the placebo group in the third measurement.

In conclusion, the skin cream containing the bioactive seaweed extract had a positive impact on the skin of the participants. However, the group using the placebo cream also experienced positive results, and often the differences between the two groups were not significant. When significant differences were observed, they favoured the bioactive cream.

Skoða skýrslu
IS