Skýrslur

Matur í ferðaþjónustu framtíðarinnar – Ísland. Umræðuskjal og samantekt eftir vinnustofur með íslenskum hagaðilum í febrúar og mars 2021

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Ritstjórar: Þóra Valsdóttir Matís og Brynja Laxdal Matarauður Íslands Meðhöfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Kolbrún Sveinsdóttir Matís, Laufey Haraldsdóttir Háskólinn á Hólum, Óli Þór Hilmarsson Matís, Rakel Halldórsdóttir Matís, Selma Dögg Sigurjónsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Sunna Þórðardóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Tjörvi Bjarnason Bændasamtök Íslands

Styrkt af:

Norræna ráðherraráðið

Átta Norðurlandaþjóðir standa að verkefninu Nordic Food in Tourism sem er styrkt af norrænu ráðherranefndinni á tímabilinu 2019- 2021. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig ferðamenn og aðrir gestir tala um eða skynja norrænan mat, varpa ljósi á mikilvægi staðbundinna matvæla í sjálfbærri ferðaþjónustu og öðlast innsýn í hvernig loftslags-, neyslubreytingar og aðrir straumar geta mótað framtíð matar í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að vekja athygli á framtíðaráskorunum og tækifærum tengdum mat í ferðaþjónustu og veita stefnumótandi leiðbeiningar sem styðja framtíðaraðgerðir og stefnumótun á Norðurlöndunum sem samræmast einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Niðurstöður verkefnisins byggja á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Kairos Future. Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu var haldinn kynningarfundur og tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021 undir stjórn verkefnisins Nordic Food in Tourism. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að þremur lausnamótum sem haldin voru á Íslandi 2020-2021 þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Margar tillögur að aðgerðum komu fram á vinnustofunum en óljóst er í mörgum tilvikum hver á að draga vagninn og bera ábyrgð á því að fylgja tillögum eftir. Lagðar voru fram tillögur að framkvæmda og samstarfsaðilum aðgerða, en fleiri aðilar gætu þó komið að framkvæmd þeirra. Skjal þetta er samantekt sem endurspeglar viðhorf þátttakenda í vinnustofunum og áherslur þátttakenda í lausnamótunum. Enn fremur fléttast að einhverju leyti við þessa samantekt aðrar niðurstöður úr verkefninu Nordic Food in Tourism ásamt öðrum heimildum með það að markmiði að dýpka skilning á þeim umræðupunktum sem komu fram og þeim aðgerðum sem eru lagðar til. Þær aðgerðir og áherslur sem koma fram eru bundnar við Ísland og þær áherslur sem þátttakendur vinnustofa hérlendis vildu koma á framfæri. Markmiðið er að þessi samantekt verði nýtt sem grunnur að tillögum að stefnumótun um mat í ferðaþjónustu á Íslandi og gefi innblástur til frekari samstarfs, uppbyggingar, fjárfestingar og nýsköpunar í mat í ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Report Nordic Food in Future Tourism February 2022

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Brynja Laxdal Matarauður Íslands, Þóra Valsdóttir Matís, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers

Under the Icelandic Presidency of the Nordic Council of Ministers in 2019 the priority was set on youth, sustainable tourism, and the marine environment. This 3-year project is a contribution to sustainable tourism. The project aims to understand the perception of Nordic food, highlight the importance of local food in sustainable tourism, and gain insight into how climate change and trends can shape our future of food in tourism. The objective is to raise awareness of future challenges and opportunities related to food in tourism and provide strategic guidelines that support future actions and policymaking. Our vision is that visiting the Nordics should be about experiencing a place where people and the planet prosper in sustainable harmony and economic growth. Where eating and traveling in harmony with nature and local culture is a desirable lifestyle. Our contribution is not about the competitive advantage but about our drive for a sustainable future.

Skoða skýrslu
IS