Skýrslur

EUROPLANET 2024RI

Útgefið:

10/01/2025

Höfundar:

René Groben & Viggó Marteinsson

Styrkt af:

EU HORIZON2020 – Grant Agreement ID 871149

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

ESB verkefnið EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) bauð upp á ferðastyrki fyrir vísindamenn til að sinna vettvangsrannsóknum í jaðarumhverfi fyrir stjörnulíffræði og pláneturannsóknir. Matís aðstoðaði vísindamenn við rannsóknir þeirra hér á landi en Ísland hefur upp á að bjóða margs konar umhverfi sem líkjast aðstæðum á öðrum hnöttum, þar á meðal vatni undir jökulís, hraunum á mismunandi aldri, eldfjalla- og hversvæði. Starfsmenn Matís nýttu sérþekkingu sína til að aðstoða vísindamenn við að skipuleggja vettvangsrannsóknir, velja viðeigandi staði og skipuleggja vísindaleiðangra. Auk þess gátu vísindamenn fengið aðgang að rannsóknaraðstöðu í samvinnu við Matís.

Á meðan verkefnið stóð, komu yfir 16 rannsóknarteymi til Íslands með fjölbreytt úrval af vísindalegum spurningum. Þetta leiddi til nýrrar vísindalegrar þekkingar um íslenskt jaðarumhverfi og um hvernig hugsanlegar aðstæður eru á Mars, auk nýrrar samvinnu sem gætu nýst til nýrra umsókna og skrifum á vísindagreinum.
_

The EU project EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) offered travel grants for scientists to conduct field work in extreme environments for astrobiological and planetary research. Matís was responsible in assisting researchers with their work in Iceland, which is an ideal place to study these topics, offering a multitude of different environments, including glacial and sub-glacial environments, lava fields of different ages, volcanic areas, and active hydrothermal systems. Matís staff was using their expertise to assist visitors in planning their field research, choosing appropriate sites, and organizing the logistics to assess them. In addition, visitors had access to equipment, biological laboratories, and other research facilities at Matís.

During the time of the project, 16 research teams with a broad range of scientific questions were visiting Iceland and were hosted by Matís. This led to new scientific knowledge about Icelandic extreme environments and about potential conditions on Mars and other extraterrestrial bodies, as well as to new collaborations, follow-up proposals, and scientific publications.

Skoða skýrslu
IS