Skýrslur

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Útgefið:

01/10/2007

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Verkefnið “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” hefur m.a. að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Spurningalistar um ýmis atriði varðandi fiskneyslu og kauphegðun ungs fólks voru lagðir fyrir 14 fisksala og fimm veitingamenn á höfuðborgarsvæðinu í lok ársins 2005. Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar er byggja á upplýsingum þessara aðila og skoðunum þeirra á fiskneyslu ungs fólks. Sumir fisksalanna lýstu áhyggjum sínum varðandi útboðslýsingar fyrir leik- og grunnskólana í Reykjavík, sem kom síðar í ljós að voru ekki nægjanlega góðar og skýrar, en afar mikilvægt er að hafa skilmerkilegar skilgreiningar á því hvað ferskt hráefni sé. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að sumir fisksalar sögðust vita af dæmum þar sem foreldrar eru hættir að elda fisk heima þar sem börn þeirra fái hann í skólanum. Spurningar sem þá hljóta að vakna eru: Hvernig fiskur er í skólum? Borða krakkarnir fiskinn í skólanum? Misjafnt virðist vera hvað fólki finnst fiskurinn dýr. Meirihluta fólks finnst hann of dýr og eru dæmi um að það beri verð á fiski saman við aðrar matvörur. Þeir fisksalar sem eru með “sælkerafiskbúðir”, þ.e. eru nánast eingöngu með tilbúna fiskrétti, segjast þó ekki finna fyrir því að fólk kvarti undan verðinu. Fólkið sem kemur til þeirra veit að hverju það gengur og er tilbúið að borga fyrir það. Úr svörunum frá veitingahúsunum er ljóst að sala á fiskréttum hefur aukist með árunum. Flestir fisksalar og veitingahúsaeigendur eru sammála um að öll auglýsing á fiski og sjávarréttum sé af hinu góða.

There is a consensus that fish and other seafood contain nutrients that have a positive effect on public health and consumption should thus be promoted. The overall objective of the project Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood is to find ways to increase seafood consumption. This report discusses a particular survey, which was carried out in the project with the aim of gaining information about the purchasing and consumption behaviour, as well as preferences especially of young consumers, with regard to seafood. Fishmongers, restaurateurs and caterers and others who have the occupation of dealing in fish and seafood, are among those believed to possess valuable information about consumer behaviour in this respect. In order to tap into this data, a questionnaire was devised and 14 fishmongers, chosen by random selection, were visited and interviewed. The same questionnaire was also used to gain information from randomly selected restaurants that offer seafood, as well as managers at preschool- and compulsory school canteens. The many issues brought up by the questionnaire included purchasing behaviour, quality, preferences, pricing etc. Some fishmongers voiced complaints about how Reykjavik City Treasury handled tendering procedures, especially the manner in which tender specification with regard to seafood for preschool- and compulsory school canteens has been carried out. The fishmongers claimed that the tender specifications regarding quality, freshness etc. were incomplete. Following these complaints, an informal investigation into the matter revealed that the criticism had some valid grounds.

Skoða skýrslu