Á Akureyri stundar Matís rannsóknir, þróun og nýsköpun og býður upp á víðtæka þjónustu við aðila á svæðinu.
Starfsstöðin á Akureyri er virkur samstarfsvettvangur milli Matís, Háskólans á Akureyri og fyrirtækja á svæðinu, bæði í matvælaframleiðslu, þróun tæknilausna, upplýsingatækni, fiskeldi og umhverfis- og sjálfbærnimálum.
Starfstöðin byggir á staðbundnum áherslum, einkum bolfisk- og kjötvinnslu en stór hluti bolfiskafla landsins er unninn í norðlenskum fiskvinnslum sem teljast nú til fullkomnustu vinnsluhúsa á heimsvísu hvað varðar sjálfvirknivæðingu. Á svæðinu eru kjötvinnslur sem eru meðal þeirra stærstu á landinu og landbúnaður er öflugur.
Rannsóknarsamfélagið á Borgum býr að aðstöðu til líftæknirannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegsfræða, þar sem Matís kemur að kennslu og rannsóknum í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Matís á Akureyri
Borgum við Norðurslóð
600 Akureyri
Sími: 422 5131