Fréttir

Þróun blæðingar- og kælibúnaðar

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Nýtt verkefni er við það að hefjast hjá Matís og samstarfsaðilum. Verkefnið er einkar hagnýtt og snýr að endurhönnun og umbótum á blæðingar- og kælibúnaðinum Dreka sem framleiddur hefur verið af Micro Ryðfrí Smíði ehf. frá árinu 2012 en búnaðurinn hefur verið notaður um borð í skipum með góðum árangri.

Markmið verkefnisins snýr að því að auka hráefnagæði og einsleitni á afurðum með búnaði sem tryggir jafnframt einfaldan rekstur um borð og tekur lítið pláss í samanburði við aðrar sambærilegar lausnir. Til að ná þessum markmiðum er verkefninu ætlað að skila eftirfarandi þremur afurðum:

Endurhönnun á blæðingar- og eða kælibúnaðinum Dreka með sjálfvirkni í huga.

Hönnun á lóðréttum Dreka sem hægt er að koma fyrir milli dekkja og spara þannig verðmætt rými um borð og einnig skapast tækifæri til að bæta blóðtæmingu með auknum vökvaþrýsting í blæðingarferlinu.

Hönnun á nýrri lausn sem sameinar blæðingu og kælingu í eina samþættu. Þessar lausnir verða síðan prófaðar og niðurstöður þeirra munu nýtast við gerð markaðsefnis.

Samstarfsaðilar Matís í þessu verkefni eru Micro Ryðfrí Smíði ehf. og Skinney Þinganes.

Verkefnastjórn: Micro

Styrkur: Tækniþróunarsjóður

Mynd/picture: Magnús Óskarsson fyrir Matís

IS