Matís heldur áfram með verkefni sem snýr að því að koma upp reykkofum víðsvegar í Afríku. Tilgangurinn með þessu verkefni er að tryggja heilnæmara umhverfi fyrir reykingu sjávarafurða sem og stuðla að bættri nýtingu hráefnisins. Að þessu sinni er byggt í Sierra Leone og í Líberíu.
Ýmsar áskoranir hafa komið upp og þurfti til að mynda að byggja veglegan grunn undir einn kofann í Sierra Leone þar sem undirlagið var með þeim hætti að það hefði gefið sig á endanum ef það hefði ekki verið styrkt.
Margeir Gissurarson hefur veg og vanda af verkinu og er nú nýkominn heim eftir að hafa farið til Líberíu í sömu erindagjörðum strax eftir vinnuna í Sierra Leone.
Verkefnið er samstarfsverkefni Sjávarútvegskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP), Utanríkisráðuneytisins og kemur inn á verkefni Alþjóðabankans í þessa veru á þessum svæðum.