Verið velkomin á Bændamarkaðinn í Pakkhúsinu!
Markmiðið er að gera frumframleiðslu svæðisins aðgengilega heimafólki og jafnframt að stuðla að aðgengi ferðamanna að menningarsögu og hefðum svæðisins, sem matarmenning og handverk eru mikilvægur hluti af. Markaðurinn leggur áherslu á hefðbundnar skagfirskar afurðir. Markaðurinn er vettvangur þar sem umbúðalaus verslun afurða nærumhverfisins á sér stað, með áherslu á vistvænar og sjálfbærar aðferðir, allt í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga sem og áherslur Slow Food.
Þar verður í boði margskonar góðgæti beint frá býli; lambakjöt, nautakjöt, geitakjöt, reykt kjöt, grafið kjöt, grænmeti, sumarblóm, afskornar rósir, siginn fisk, harðfisk, hákarl, kornhænuegg, andaregg, hænuegg, hunang, smyrsl, krem og fleira.
Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.
Nánari upplýsingar um Bændamarkaðinn Hofsósi og opnunartíma eru aðgengilega á Facebook síðu markaðarins ( Bændamarkaður Hofsósi ) og á Facebook síðu Matís ( MatisIceland ).