Fréttir

Dr. Shima Barakat, byggingaverkfræðingurinn sem vann að byggingu lestarkerfisins í Cairo, er á leið til landsins

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Hver stórviðburðurinn á fætur öðrum hjá Matís | Í síðustu viku var yfirmaður hjá einum frægasta viskíframleiðanda í heimi hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík. Í þessari viku er EiT Food nýsköpunarvika og í tengslum við hana mæta til landsins um 20 erlendir nemendur ásamt prófessorum sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í Evrópu og víðar. Auk þess eru um 10 íslenskir nemendur sem taka munu þátt.

Einn þessara prófessora er Dr. Shima Barakat en hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa tekið þátt í byggingu lestarkerfisins í Cairo en undanfarin ár hefur hún starfað við nýsköpun við Cambridge háskólann í Bretlandi. Mikill fengur er að fá Dr. Barakat til landsins.

EiT Food nýsköpunarvikan (e. EiT Venture Week), fer fram hér á landi í næstu viku, 12.-17. mars í tengslum við Hönnunarmars.  Vikan gengur út á að nemendur, með stuðningi frá kennurum við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Cambridge háskóla og VTT í Finnlandi, nýti þekkingu sína og reynslu til þess að skapa nýja hugsun, koma með nýjar hugmyndir og hugtök sem leiða af sér nýjar lausnir þegar kemur að því að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Efnistökin eru engin tilviljun enda er horft til Íslendinga þegar kemur að sjálfbærri stjórnun auðlinda hafsins.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Þorkelsson, 858-5044, og Björn Viðar Aðalbjörnsson, 696-2911, en einnig má finna upplýsingar á heimasíðu nýsköpunarvikunnar.

IS