Fréttir

Áhugaverð frétt um vín úr mjólk

Laugardalskvöldið 3. mars var skemmtileg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um hvernig MS er að breyta mysu í vín en MS er í samstarfi við nokkra aðila um þetta áhugaverða verkefni, þar á meðal Matís og Auðhumlu, sem styrkir verkefnið í gegnum Mjólk í mörgum myndum

Um verkefnið

Markmið verkefnisins er að vinna verðmæti úr mysuvökva sem er fargað í dag. Við vinnslu ostamysu falla árlega til um 50 milljón lítrar af mysuvökva sem inniheldur 5-6% mjólkursykur. Þessa afurð má nýta til að framleiða tvær milljónir lítra af etanóli. Framleiðsluleiðir á etanóli úr mysu eru þekktar en lykilskref í hámarks afköstum eru ekki tiltæk. Tilgangur verkefnisins „Mysa í vín“ er að þróa hagkvæmasta framleiðsluferilinn við að umbreyta mysu í etanól fyrir íslenskar aðstæður. Verðmæti afurðanna getur verið um 150 milljónir ef þær eru seldar sem iðnaðar-etanól. Mun hærra verð fæst ef etanólið er selt til neyslu. Fyrirtæki sem framleiða áfenga drykki úr íslenskri náttúru og innfluttu etanóli, hafa mikla þörf fyrir íslenskt etanól til markaðssetningar. Verðmætið etanólsins gæti verið allt að þrír milljarður sem vínandi t.d. „Kusu-Vodki“ sem ætlunin er að þróa, eða sem líkjörar. Umhverfislegur ávinningur af verkefninu er verulegur þar sem förgun mysuvökva eykur lífrænt álag á umhverfið.

Frétt Stöðvar 2 um verkefnið.

IS