Fréttir

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund hjá Matís í dag

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla í dag í höfuðstöðvum Matís.

Á fundinum var farið yfir hvernig á að undirbúa umsókn um einstaklingsstyrki („Getting started and applying for a MSCA IF“) í Marie Sklodovska Curie sjóðinn en efnið var sérstaklega sett upp fyrir nýdoktora og aðra sem hafa áhuga á Marie Curie einstaklingsstyrkjum.

Einnig var haldin ERC vinnustofa fyrir vísindamenn sem hafa áhuga á að sækja um styrki Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) og þá sem aðstoða við slíkar umsóknir.

Að lokum var farið í rannsóknaáhrif og hagnýtingu („Impact and Commercialisation“).

Matís vill þakka Félagi rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís fyrir þennan gagnlega fræðslufund. 

Nánari upplýsingar um Gill Wells og Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla

Gill Wells Head of European Team and Strategic Lead on GCRF | Research Services University of Oxford University Offices, Wellington Square T: +44 01865 289800 F: +44 01865 289801 E: gill.wells@admin.ox.ac.uk www.europegateway.ox.ac.uk

IS