Fréttir

Takið dagana frá: Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat 11.-12. maí 2017

Næsta ráðstefna, sem er sú 17. í röðinni, verður haldin í Borås í Svíþjóð dagana 11. og 12. maí 2017 og ber hún yfirskriftina „Making Sense

Ráðstefnan er bæði ætluð fagfólki í neytendavöruiðnaði og vísindafólki á þessu sviði. Áhugi og þátttaka fólks úr bæði stórum og smáum matvælafyrirtækjum á að sækja þessar ráðstefnur hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, enda um kjörinn vettvang að ræða fyrir iðnaðinn og vísindafólk til að hittast og koma sér upp samskiptaneti á þessu sviði.

Efni ráðstefnunnar að þessu sinni er tileinkað skynjun, samspili skynjunar eins og lyktar, bragðs, áferðar, sjónar og heyrnar og hvernig slíkar niðurstöður eru nýttar meðal annars í vöruþróun.

Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum um skynmat og gæði matvæla og haldið margvísleg námskeið í skynmati fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og annarra matvælafyrirtækja. Starfsfólk Matís hefur einnig sinnt kennslu í skynmati og neytendafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og í Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Einnig kennir starfsfólk Matís skynmat við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP).

Nánari upplýsingar veitir dr. Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís.

Nordic_Workshop_Sensory_May_2017_Page_1
Nordic_Workshop_Sensory_May_2017_Page_2
IS