Fréttir

Breytileiki þorsk- og ufsalifrar eftir árstíma, efna- og eðliseiginleika

Anna Birna Björnsdóttir heldur fyrirlestur til meistaraprófs í matvælafræði við Háskóla Íslands á morgun, mánudaginn 24. október en verkefnið var unnið á Matís.

Hvenær hefst þessi viðburður: 24. október 2016 – 15:00

Nánari staðsetning: Matís, fundarherbergi 312, Vínlandsleið 12 Reykjavík

Meistaraprófs fyrirlestur Önnu Birnu Björnsdóttur fjallar um:

Breytileika þorsk- og ufsalifrar eftir árstíma, efna- og eðliseiginleika – “Annually variation in lipid composition and vitamin content in the liver of cod and saith. “

Markmið verkefnisins var að kanna hvort stærð fisks hafi áhrif á hvaða lýsi komi úr lifrinni (þyngdarsýni) og eins árstíðabundnar breytingar á lýsinu eftir því á hvaða árstíma fiskurinn er veiddur (staðalsýni). Í bæði staðalsýnum og þyngdarsýnum voru gerðar A, D og E vítamín mælingar ásamt EPA og DHA fitusýrumælingum. Einnig voru gerðar mælingar á ósápanlegu efni, joðtölu, brotstuðli, vatni, próteini og fitu. Þá var holdastuðull, lifrarstuðull og hlutfallsleg fita í lifur rannsökuð. Af staðalsýnunum sem tekin voru í hverjum mánuði var klárlega hægt að sjá að það skipti máli á hvaða tímabili ársins fiskurinn var veiddur og á hvaða fæðu hann nærðist.

Á þyngdarsýnum var marktækur munur á milli stærð af fiskum í nokkrum mælingum. Þetta átti bæði við um þorskinn og ufsann. Verkefni til meistaragráðu í matvælafræði unnið í samvinnu við Lýsi og Matís og lifrar sýnin komu frá HB Granda. Af staðalsýnunum sem tekin voru í hverjum mánuði var klárlega hægt að sjá að það skipti máli á hvaða tímabili ársins fiskurinn var veiddur og á hvaða fæðu hann nærðist. Á þyngdarsýnum var marktækur munur á milli stærð af fiskum í nokkrum mælingum. Þetta átti bæði við um þorskinn og ufsann.

Verkefnið er til meistaragráðu í matvælafræði og unnið á Matís.

Leiðbeinendur:

Sigurjón Arason, Þórhallur Ingi Halldórsson, Ásbjörn Jónsson og Rakel Sæmundsdóttir

Prófdómari:

Björn Viðar Aðalbjörnsson

IS