Fréttir

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins 2015

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins 2015 en úrslitin voru kynnt sl. fimmtudag á Menntadegi atvinnulífsins sem Samtök atvinnulífsins standa að ásamt aðildarfélögum sínum, SFS, SVÞ, SF, SFF, SI, Samorku og SAF.

Menntaverðlaunin eru viðurkenning til fyrirtækja sem lagt hafa áherslu á fræðslu- og menntamál innan sem utan fyrirtækjanna. Síldarvinnslan er vel að viðurkenningunni komin enda áhersla verið lögð á þróunarstarf og nýsköpun til eflingar menntunar og fræðslu.

Matís óskar Síldarvinnslunni hjartanlega til hamingju og er stolt af því að mega kalla sig samstarfsaðila þessa öfluga fyrirtækis.

Illugi Gunnarsson, Hildur Elín Vignir og Gunnþór Ingvason við afhendingu menntasprotans 2015.
Mynd af vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, www.sfs.is.

Örfá samstarfsverkefni Síldavinnslunnar og Matís:

og mörg fleiri verkefni. Auk þess nýtir Síldavinnslan sér þjónustu Matís á Neskaupstað.

IS