Fréttir

Framtíð íslenskra vísindamanna er björt

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Samstarf við menntastofnanir og starfsþjálfun nemenda er einn af mikilvægu þáttunum í starfsemi Matís. Með því er Matís ekki bara að auðvelda nemendum og þeim sem eru ný útskrifaðir að fá tækifæri til frekari þekkingaröflunar heldur er Matís að fylgja eftir áherslum sínum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.

Nýlega birtist skemmtilegt viðtal við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttur í JASS News í Skotlandi. Ásta er post-doc hjá Matís en var í doktorsnámi við háskólann í Aberdeen.

Í viðtalinu segir Ásta meðal annars að þegar hún tók ákvörðunina um að fara til Skotlands í nám þá taldi hún að löndin tvö, Ísland og Skotland, væru nú ekki svo ólík – rigning, vindur, fjöll og kindur!

Viðtalið í heild sinni má lesa á vef JAAS News.

IS