Fréttir

Mikill áhugi á sumarstarfi hjá Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Alls bárust 200 umsóknir um sumarstörf hjá Matís í sumar og en einungis var áætlað að ráða inn átta einstaklinga. Auk þess voru 10 manns ráðnir til Matís með styrk frá nýsköpunarsjóð námsmanna. 

Því verða 18 sumarstarfsmenn hjá Matís í sumar en alls starfa um 30 nemendur hjá fyrirtækinu. 

Þá hefur Matís á undanförnum tveimur mánuðum auglýst eftir fimm meistaranemendum til að vinna að lokaverkefnum sínum hjá Matís. Verkefnin eru meðal annarra unnin í samstarfi við, Promens, Thor Ice, Sjávarútvegsklasa Vestfjarða, Eimskip og Samskip.

Matís fagnar þeim áhuga sem fyrirtækinu er sýndur á meðal nemenda í háskólum landsins, enda er það eitt af markmiðum Matís, að vera brú á milli háskólasamfélagins og atvinnulífsins. 

Viltu vinna lokaverkefnið þitt hjá Matís? 

IS