Í dag var undirritaður samstarfssamningur Matís, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar um stuðning við doktorsverkefni Birgis Arnar Smárasonar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Birgir Örn vinnur á starfsstöð Matís á Akureyri.
Frá undirskriftinni í dag. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís (fjærst), Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóriStykkishólmsbæjar, Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri Grundafjaðarbæjar og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.
Verkefnið mun styðja við formennskuáætlun Íslands um nýtingu lífhagkerfisins, Nordbio (@Nordbio). Það gengur út á að greina van- eða ónýtta hráefnisstrauma og lífefni úr umhverfi Breiðafjarðar. Í því er m.a. stefnt að uppbyggingu nets hagaðila á Snæfellsnesi og samvinnu undir merkjum vistvænnar nýsköpunar.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.