Fréttir

Matís með erindi á samráðsþingi Matvælastofnunar

Samráðsþing Matvælastofnunar var haldið í gær en samráðsþingið er vettvangur Matvælastofnunar, eftirlitsaðila og annarra viðskiptavina stofnunarinnar til að styrkja samskipti sín á milli og koma sjónarmiðum á framfæri með gagnvirkum hætti.

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís fór á þinginu yfir öryggi afurða og fjallaði einnig um nýja rannsóknastofu í húsakynnum Matís en ítarlega er fjallað um opnun rannsóknastofunnar á fréttavef Matís.

Nánari upplýsingar um samráðsþingið má finna á vef Matvælastofnunar, www.mast.is, en nánari upplýsingar um nýju rannsóknastofuna og verkefnið Örugg matvæli má finna á vef Matís, www.matis.is.

IS