Fréttir

Framleiðsla á sæeyrum og sæbjúgum hlýtur verðlaun

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sæbýli ehf. á Eyrarbakka hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði vísinda og atvinnumála. Sæbýli er að hefja framleiðslu á sæeyrum og sæbjúgum til útflutnings og nýtir til þess íslenskt hugvit, heitt vatn og hreinan sjó. Framleiðslan hjá Sæbýli er í samstarfi við Matís.

Tvö sunnlensk fyrirtæki og ein skólastofnun hlutu í gær viðurkenningu og fjárstyrk frá verðlauna- og styrktarsjóði Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. Viðurkenningarnar voru afhentar á lokahófi umdæmisþings Rótarý á Íslandi en þingið fór fram á Selfossi um helgina.

Samtals var 1,1 milljón króna ráðstafað til þessara viðurkenninga og en hæsta styrkinn hlaut Fjölbrautarskóli Suðurlands, 500 þúsund krónur, „fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði mennta- og samfélagsverkefna – fyrir menntun vistmanna á Litla Hrauni og Sogni – sem skilar þeim sem betri borgurum til samfélagsins.“

Ennfremur fékk Sæbýli ehf. á Eyrarbakka viðurkenningu „fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði vísinda og atvinnumála. Sæbýli er að hefja framleiðslu á sæeyrum og sæbjúgum til útflutnings og nýtir til þess íslenskt hugvit, heitt vatn og hreinan sjó.“ Fjárstyrkur upp á 300 þúsund krónur fylgdi.

Þá fékk Fengur ehf. í Hveragerði viðurkenningu og að sama skapi 300 þúsund krónur í styrk „fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði atvinnumála en auk annarra verkefna endurvinnur Fengur spón fyrir íslenskan landbúnað og nýtir til þess íslenskt hugvit, timburúrgang og vistvæna orku.“

Á myndinni hér til hliðar má sjá þegar verðlaunin voru veitt en á myndinni er einmitt starfsmaður Matís, Ragnar Jóhannsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Sæbýlis ehf.

Frétt þessi birtist fyrst á http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/10/13/verdlaunad_fyrir_framurskarandi_framtak/

IS