Fréttir

Mikilvægi langtíma rannsókna í vöruþróun – verðmætasköpun í alþjóðlegu samhengi

Þriðjudaginn 4. júní nk. kemur hátt settur aðili innan PepsiCo til Íslands til að kynna sér matvælaframleiðslu á Íslandi, halda fyrirlestur og heimsækja samstarfsaðila sinn, Matís.

PepsiCo þarf ekki að kynna fyrir neinum enda fyrirtækið einna þekktast fyrir sjálfar Pepsí vörurnar, sem seldar eru hér á landi undir vörumerki Ölgerðarinnar. Færri vita aftur á móti að PepsiCo framleiðir, markaðssetur og selur mun fleiri vörur á heimsvísu. Innan banda PepsiCo eru vörulínur t.d. Tropicana, Quaker Oats, Frito-Lay og Gatorade. Fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og annað stærsta á heimsvísu, á eftir Nestlé, sem er einnig í samstarfi við Matís.

Á hverju árið eru seldar vörur frá PepsiCo að andvirði 108 milljarða dollara, rúmlega 13 þúsund milljarða íslenskra króna og því mál jóst vera að fyrirtækið er gríðarstórt og öflugt.

Þrír aðilar eru að koma til landsins frá PepsiCo en helstan ber að nefna dr. Gregory L. Yep en hann er aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo og verður fróðlegt að heyra sýn Dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.

Morgunverðarfundurinn fer fram á Hotel Hilton Nordica, þriðjudaginn 4. Júni kl. 08:30-10:00.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Æskilegt er að fólk skrái þátttöku sína á pepsico@matis.is

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

IS