Dr. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís flytur erindi um Rannsóknir og raunhæfar lausnir í matvælaiðnaði og líftækni á Meistaradegi Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Í verkfræðigreinum innan Háskóla Íslands er markmiðið að flétta nýsköpun saman við framhaldsnámið. Á meistaradegi Verkfræðistofnunar verða kynnt verkefni meistaranema sem iðulega eru þátttakendur í nýsköpunarverkefnum í samstarfi við öflug fyrirtæki. Nemendur háskólans leggja þannig mikið til vöru- og samfélagsþróunar á Íslandi.
Öllum er velkomið að mæta og kynna sér uppsprettu nýsköpunar og hátæknilausna í verkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
Meistaradagur Verkfræðistofnunar fer fram fimmtudaginn 23. maí 12:00 – 17:00 í byggingunni VR-II.Dagskrá Meistaradagsins er að finna hér.