Fréttir

Verðmætasköpun er lykilorðið – Mikilvægt að þekkingin verði að vöru og verðmætum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hjá Matís er lögð áhersla á hagnýtingu og markaðshugsun í öllum verkefnum og starfsemi fyrirtækisins því skjót útbreiðsla og hagnýting þekkingar er ekki síður mikilvæg en grunnrannsóknirnar sjálfar þegar koma á vörum á markað.

Mikil tækifæri liggja í því fyrir Matís að koma afrakstri rannsókna og þróunarverkefna í framkvæmd og á markað en slíkt leiðir til aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskar atvinnugreinar og til hagsældar fyrir almenning á Íslandi.

Verðmætasköpun er því lykilorð í öllu starfi Matís hvort sem það er í samstarfi við aðila innanlands eða erlendis. Hér má sjá örfá dæmi um verkefni sem Matís hefur átt hlutverki að gegna og skilað hafa nú þegar verðmætum til handa þeirra aðila sem að verefnunum komu, hvort sem horft er til Matís sem fyrirtækis, starfsmanna þess, viðskiptavina eða eigenda, þ.e. íslenska ríkisins.

IS