Fréttir

Starfsmaður Matís í áhrifastöðu hjá SAFE

Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Viðskiptaþróunar hjá Matís, hefur tekið við starfi aðalritara SAFE. Mikill heiður er fyrir Odd persónulega og fyrir Matís að hann skuli hafa verið valinn til þess að sinna þessu mikilvæga starfi en SAFE Consortium er net rannsóknafyrirtækja og stofnana um matvælaöryggi.

Val Odds í aðalritarastöðuna sýnir best stöðu Matís þegar kemur að matvælaöryggismálum en eitt af hlutverkum Matís samkvæmt lögum er að tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Auk þess að fara með stöðu aðalritara SAFE þá veitir Matís netinu formennsku og hefur umsjón með öllum rekstri þess.

„Eitt af því sem við gerum í netinu er að efna til nýrra verkefna sem snúa að matvælaöryggi og undanfarið höfum við leitt þessa vinnu sem formennskuaðili,“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís og aðalritari SAFE.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Már.

Heimasíða SAFE Consortium: www.safeconsortium.org/

IS