Fréttir

Miklir möguleikar í þörungaiðnaðinum

Fyrir stuttu hélt Matís, í samstarfi við Bláa Lónið og Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja, ráðstefnu um þörunga. Ráðstefna fór fram í Bláa Lóninu og tókst hún í alla stað mjög vel.

Miklir möguleikar liggja í þörungaiðnaðinum. Þörunga er hægt að bæta í matvæli og þannig gera þau næringarríkari og bragðbetri. Hjá Matís hefur t.d. verið þróað þaraskyr sem vakið hefur mikla athygli (http://www.matis.is/matis/frettir/nr/3331).  Bláa Lónið hefur notað þörunga í Blue Lagoon snyrtivörur, en rannsóknir hafa sýnt að þörungar Bláa Lónsins draga úr öldrun húðarinnar.

Þörungar hafa auk þess verið notaðir í matvæli til dæmis til þess að minnka notkun á salti t.d. í stað MSG en einnig eru þekkt dæmi um að þörungar hafi verið notaðir í fæðubótarefni og í dýrafóður. Miklir möguleikar felast í þörungarækt, vinnslu og nýtingu hér á landi þar sem hafsvæðið umhverfis landið hentar vel t.a.m. vegna hreinleika.

Neytendavakning hefur átt sér stað bæði hér á landi og annars staðar er varðar næringarinnihald þörunga. Möguleikar á verðmætasköpun eru því miklir þegar kemur að þörungarækt.

Norrænt verkefni og samstarf um þörunga hófst þann 1. mars sl. Verkefnið nefnist „Nordic Algae Network“ og var ráðstefnan sem haldin ráðstefna þann 15. maí þessu tengt. Matís skipulagði ráðstefnuna og var hún styrkt af Bláa Lóninu og Samtökum íslenskra líftæknifyrirtækja. Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna en ætlunin var að koma saman fólki úr iðnaðinum og þeim sem stunda rannsóknir á þörungum bæði hérlendis og erlendis. Markmið ráðstefnunnar var að skiptast á þekkingu og verkkunnáttu með tilliti til hagnýtingar á þörungum til orkunotkunar og í verðmæt efni.

Dagskrá ráðstefnunnar var á þessa leið:

09:00  Welcome – Hordur G. Kristinsson, Matís, Reykjavík, Iceland
09:10  Nordic Algae Network – Lars Nikolaisen, Danish Technological Institute, Aarhus, Denmark
09:20  The situation in Denmark on macroalgae – Lars Nikolaisen, Danish Technological Institute, Aarhus, Denmark
09:40  Algalíf: A company takes its first steps towards establishing large-scale microalgae production in Iceland – Paul       Lebeau, Algalíf, Norway
10:00  State-of-the-art on macroalgae in Ireland – Anna Soler, National University of Ireland, Galway, Ireland
10:40  Value added products from macroalgae – Sarah Hotchkiss, Cybercolloids Ltd., Carrigaline, Ireland
11:00  Icelandic macroalgae – past and present utilization – Karl Gunnarsson, Marine Research Institute, Iceland
11:20  Icelandic R&D activities on macroalgae – Hordur G. Kristinsson, Matís, Reykjavík, Iceland
11:40  Microalgae cultivation at the Blue Lagoon – Halldór Guðfinnur Svavarsson, Blue Lagoon Ltd., Grindavík, Iceland
12:00  Development of a sustainable macro-  and microalgae sector in Norway, with considerations of commercialization and markets – Anne Mugaas, Det Kongelige Selskap for Norges Vel, Norway

„Nordic Algae Network“ er styrkt af Norræna Nýsköpunarmiðstöðinni, NICe, og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu verkefnisins, www.nordicinnovation.org/nordicalgae

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni- og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís.

IS