Fréttir

Starfsmaður Matís heiðraður

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, var heiðraður af Verkfræðingafélagi Íslands á 100 ára afmæli félagsins.

Á Sumardaginn fyrsta, 19. apríl, varð Verkfræðingafélag Íslands 100 ára.

Á þeim degi veitti félagið Aldarviðurkenningu VFÍ í þremur flokkum og hlaut Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og áður hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, viðurkenningu í flokknum „Þeir plægðu akurinn“.

VFÍ 100 ára Sigurjón Arason
VFÍ 100 ára: Sigurjón Arason fyrir miðju myndar

Sigurjón var heiðraður fyrir frumkvæði og einstaka þrautseigju við innleiðingu fjölda nýjunga sem skipt hafa sköpum fyrir gæði og arðbæra nýtingu hráefnis úr sjávarafla og fyrir miðlun þekkingar innanlands og erlendis.

IS