Fréttir

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði

Út er komin skýrsla sem Matís vann fyrir Neytendasamtökin. Í skýrslunni eru niðurstöður úttektar á frystum fiski í verslunum. Úttektin var unnin á tímabilinu júlí til nóvember 2011.

Könnuð voru gæði á frystum og pökkuðum fiski í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar á umbúðum fiskvaranna voru skráðar og síðan voru gerðar mælingar á þyngd fisks og umbúða, íshúð, vatnstapi við uppþýðingu, vatnsinnihaldi, próteinum, salti, fosfötum og suðunýtingu.

Skýrsluna má finna hér.

Nánari upplýsingar á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is.

IS