Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan 13. og 14. október nk. – Matís er þátttakandi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 13.-14. október 2011 og ber heitið ,,Frá tækifærum til tekjusköpunar“. Matís er þátttakandi að venju en þar mun m.a. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, greina frá nýjum nýsköpunarverkefnum í sjávarútvegi og afrakstri þeirra.

Nýustu útgáfu af dagskrá er hægt að sækja hér. Helstu nýjungar frá síðustu Sjávarútvegsráðstefnu er kynning á frammúrstefnuhugmyndum og jafnframt munu bestu hugmyndirnar fá verðlaun á ráðstefnunni. Einnig verður veglegra ráðstefnuhefti þar sem m.a. verður að finna tölfræðilegar upplýsingar um íslenskan sjávarútveg. Á ráðstefnunni verða haldin 36 erindi og málstofur verða eftirfarandi:

  • Íslenskur sjávarútvegur
  • Markaðstækifæri í Evrópu
  • Sóknarfærði í veiðitækni
  • Markaðssvæði framtíðarinnar
  • Vöruþróun
  • Sjávarútvegur og fjölmiðlar
  • Tækifæri erlendis
  • Evrópusambandið og íslenskir fjölmiðlar
  • Sjávarklasinn á Íslandi

Í lokin munu vera samantektir frá málstofum, pallborðsumræður og kynningar á frammúrstefnuhugmyndum og verðlaunaafhending.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf, www.sjavarutvegsradstefnan.is.

IS