Fréttir

Námskeið – innra eftirlit og gerð gæðahandbókar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís mun standa fyrir námskeiðum í innra eftirliti og gerð gæðahandbókar í matvælafyrirtækjum dagana 17.-18. október næstkomandi

Innra eftirlit – 17.10, kl. 10:00 – 17:00
Innra eftirlit er kerfisbundin aðferð matvæla- fyrirtækja sem hefur þann tilgang að tryggja öryggi, gæði og hollustu (heilnæmi) matvæla. Öll matvælafyrirtæki eiga að vera með innra eftirlit. Með innra eftirliti á að vera hægt að sýna hvað er gert til að tryggja að þau matvæli sem eru framleidd séu örugg til neyslu. Til að ná árangri er mikilvægt að allt starfsfólk taki virkan þátt í innra eftirliti og hafi skilning á tilgangi, markmiðum og ávinningi þess. 

Gerð gæðahandbókar – 18.10., kl. 09:00 – 16:00
Gæðahandbók er eitt af þeim skilyrðum sem framleiðendur þurfa að uppfylla til þess að geta fengið framleiðsluleyfi fyrir sína framleiðslu. Farið verður í vöru- og framleiðslulýsingar, hættu- greiningu og viðbrögð, sýnatökuáætlun og húsnæði.
 
Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem vinna í matvælafyrirtækjum eða hafa hug á slíku!

Verð fyrir hvert námskeið fyrir sig er 25.000 kr og verða haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Bent er á á starfsmenntunarasjóðir endurgreida kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt ad 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur hér:

www.starfsafl.is – www.landsmennt.is – www.starfsmennt.is

Nánari upplýsingar og skráning í síma 858-5136 og vigfus.th.asbjornsson@matis.is

IS