Búðu til stuttmynd með símanum eða annari myndbandstökuvél eða búðu til albúm með ljósmyndum. Þú getur unnið ferð til Washington, DC.
Þú getur, meðal annars: Hjálpað til við að búa til mat fyrir 30.000 nemendur í skólum í Washington, unnið með færum leiðbeinendum, aukið færni þína sem kokkur, matreitt á einum af norrænu sendiráðunum í Washington og fengið að búa til mat á einum af betri veitingastað Washingtonborgar.
Ef að þú ert á aldrinum 18 og 24 ára og getur ferðast á tímabilinu 21-28. október, gætir þú unnið allt þetta. Nánari upplýsingar á www.nordicinnovation.org/is/verkefni/kokkakeppni-buou-til-stuttmynd/
Að taka þátt
Búðu til stuttmynd með símanum eða annari myndbandstökuvél eða búðu til albúm með ljósmyndum. Þú átt að matreiða bragðgóða máltíð úr norrænum hráefnum, og sem auðvelt væri að búa til í skólaeldhúsum í Bandaríkjunum. Þá þarf að vera mögulegt að nálgast hráefnin á auðveldan hátt í Bandaríkjunum. Rétturinn á að vera hollur, bragðgóður og auðveldur fyrir ungt fólk að matreiða. Þú átt að sýna okkur uppskriftina og kynna sjálfan þig þar sem þú segir okkur af hverju þú ættir að vera einn af þeim sem vinnur ferð til Washington.
Umsóknirnar eiga að vera á ensku eða einu af skandinavísku tungumálunum
Myndböndin og ljósmyndirnar munu verða birtar á heimasíðu Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Dómnefnd mun meta allar umsóknirnar og velja fimm bestu. Dómnefndin mun ekki bara einblína á uppskriftina heldur á umsækjendurnar og hvernig þeir koma hollum Norrænum mat á framfæri.
Umsóknir verða að hafa borist okkur fyrir lok dags 3. október 2011.
Fyrir frekar upplýsingar um keppnina og umsóknir, hafið samband við Elisabeth Smith (e.smith@nordicinnovation.org) hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni.