Fréttir

Ný heimasíða Norrænu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú nýverið tók Norræna Nýsköpunarmiðstöðin nýja heimasíðu í gagnið (www.nordicinnovation.org). Miðstöðin vinnur að því að efla nýsköpun á Norðurlöndum með samstarfi nýskapandi aðila, bæði innan og utan heimshlutans.

Matís hefur átt í mjög góðu samstarfi við Norrænu Nýsköpunarmiðstöðina en hún er vettvangur norræna ríkja og fyrirtækja og stofnanna í ríkjunum við að þróa vistkerfi nýsköpunar í heimsgæðaflokki til þess að styðja við vöxt viðskiptalífsins og samkeppishæfni Norðurlanda til lengri tíma litið.

Vel starfandi og samhæfð vistkerfi nýsköpunar eru nauðsynleg til þess að geta hlúð að og stutt við þróun nýrrar viðskiptastarfsemi á Norðurlöndum. Skilvirk vistkerfi nýsköpunar þurfa að vera samræmd markaðsþörfum til þess að tryggja öflugan og samkeppnishæfan vöxt. Þróun fyrirtækja og iðngreina eru nauðsynleg forsenda þess að viðhalda samkeppnishæfi á komandi árum. Öflug vistkerfi nýsköpunar gegna auk þess lykilhlutverki í því að gera samfélagið sjálfbærara um leið og þau hafa fram að færa mikilsverða viðskiptamöguleika í því að skapa ný «græn» fyrirtæki.

Norræna Nýsköpunarmiðstöðin hafur staðið fyrir mörgum rannsóknum á stefnumörkun um nýsköpun og opinberar nýsköpunaráætlanir á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Þormóðsdóttir, s.thormodsdottir@nordicinnovation.org.

IS