Frá árinu 2010 hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar starfsstöðvar Matís á Flúðum, sem þar með er sú áttunda utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Nú er komið að formlegri opnun þó svo að starfsemi hafi verið þar nú um skeið.
Matarsmiðjan á Flúðum opnar formlega fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 14. Matarsmiðjan er rekin af Matís í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands og er staðsett að Iðjuslóð 1.
Tilgangur Matarsmiðjunnar er
- að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf
- að efla háskólamenntun og atvinnutækifæri í rannsóknum og vöruþróun matvæla og tengdra greina
Auglýsingu má finna hér.
Nánari upplýsingar veitir Vilberg Tryggvason hjá Matís en einnig má finna upplýsingar um starfsstöðina á Flúðum hér.