Ef þú stundar nám í íslenskum háskóla þá býður Matís þér í heimsókn fimmtudaginn 7. apríl kl. að 16-18 Vínlandsleið 12 í Reykjavík (Grafarholt).
Matís hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við háskóla, m.a. með hagnýtum verkefnum í framhaldsnámi.
Nú eru spennandi tækifæri framundan á Matís fyrir öfluga nemendur t.d. í viðskiptafræði, tölvunarfræði, lífvísindum, heilbrigðisvísindum, matvælafræði, næringarfræði, lögfræði, umhverfisfræði og verkfræði.
Matís er í góðum tengslum við matvæla- og líftækniiðnaðinn en margir telja að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Mörg verkefna Matís eru unnin í samstarfi við fyrirtæki í þessum greinum.
Þann 7. apríl á milli kl. 16 og 18 langar okkur að bjóða þér í heimsókn að Vínlandsleið 12 í Reykjavík til þess að hitta starfsfólk Matís, nemendur sem vinna að verkefnum sínum í samstarfi við Matís og starfsmenn fyrirtækja sem hafa átt í farsælu samstarfi við okkur. Þetta eru fyrirtæki á borð við Marel ofl. Þetta er því góður vettvangur til að kynna sér matvæla- og líftækniiðnaðinn, hvort sem ætlunin er að fara í framhaldsnám í einum af háskólum landsins eða hver möguleikinn er á starfi eftir að námi lýkur.
Vinsamlegast láttu okkur vita með tölvupósti á haskolar@matis.is hvort þú komir og endilega láttu fylgja með hvaða námi þú ert í svo við getum kynnt sérstaklega verkefni sem snúa að þínu fagsviði.
Léttar veitingar í boði!