Fréttir

Námskeið um fagleg vinnubrögð við framleiðslu matvæla

Matís er nú að hefja námskeiðaröð um fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.  Matís hefur á síðustu árum unnið að eflingu nýsköpunar í smáframleiðslu matvæla með uppsetningu á matarsmiðjum á Hornafirði og Flúðum og með verkefninu Matvælamiðstöð Austurlands. 

Í matarsmiðju er boðið upp á löggilda aðstöðu til framleiðslu matvæla með frumkvöðlastuðningi, kennslu og ráðgjöf frá sérfræðingum Matís. Þannig hefur tekist að auka verulega framleiðslu einstaklinga og minni fyrirtækja á matvælum, oft úr staðbundnu hráefni. 

Eftirfarandi námskeið verða haldin vorið 2011:

DagsetningNámskeiðStaður TímiLeiðbeinendur
29. apríl, fösÞurrkun matvælaFlúðir 13-17IrekVilberg
4. maí, fimÞurrkun matvælaHallormsstaður 13-17IrekÞórarinn
5. maí, fimReyking matvælaVopnafjörður 11-17Óli ÞórÞórarinn
13. maí, fösSultun, súrsun og niðurlagning matvælaHöfn 10-16IrekVigfús
14. maí, lauReyking matvælaFlúðir 9-15Óli ÞórVilberg
20. maí, fösÞurrkun matvælaHöfn 9-15IrekVigfús

Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.

Verð á námskeiði er 15.000 krónur.

Skráning og frekari upplýsingar fást hjá:
Höfn: Vigfús Ásbjörnsson s. 858-5136, vigfus@matis.is
Flúðir: Vilberg Tryggvason s. 858-5133, vilberg@matis.is
Egilsstaðir/Hallormsstaður/Vopnafjörður: Þórarinn E. Sveinsson s. 858-5060, thorarinn@matis.is

Starfsmenntasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur á: www.starfsafl.iswww.landsmennt.iswww.starfsmennt.is

IS