Fréttir

Ólafur Reykdal, starfsmaður Matís, hlýtur Fjöregg MNÍ 2010

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú stendur yfir Matvæladagur MNÍ 2010 og er mikill fjöldi sem lagt hefur leið sína á hótel Hilton.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993 á Matvæladegi MNÍ.

Nú rétt í þessu var Fjöreggið afhent á Matvæladegi MNÍ. Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og starfsmaður hjá Matís, hlaut Fjöreggið 2010 fyrir þátttöku sína í rannsóknum á íslensku byggi til manneldis. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs og unnið að gæðakröfum til viðmiðunar fyrir notkun á byggi í matvælaframleiðslu og bjórgerð. Þessar rannsóknir hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf í ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi.

Matís óskar Ólafi innilega til hamingju!

IS