Fréttir

Fljótlegar gæðamælingar við matvælavinnslu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís hefur undanfarin misseri staðið að verkefni með það að markmiði að bæta ferlastýringu í matvælum.

Leitast hefur verið eftir því að ná þessu markmiði með því að rannsaka nýjar fljótlegar mæliaðferðir á gæðavísum matvæla og hanna matvinnsluferla sem notfæra sér þessar aðferðir.  Í verkefninu, sem styrkt er afTækniþróunarsjóði Rannís, erumöguleikar nærinnrauðra mæliaðferða (near infrared, NIR), kjarnarófsmælinga (Nuclear Magnetic Resonance, NMR) og röntgengegnumlýsingatækni metnir til að mæla efnainnihald matvæla (NIR), vatnseiginleika (NMR) og staðsetningu beina og annarra aðskotahluta (röntgen). 

Hefðbundnar mælingar til að meta þessa gæðaþætti eru gjarnan tímafrekar og krefjast notkunar lífrænna eða hættulegra leysa, en engin slík efni koma við sögu við mælingar með þessum fljótlegu aðferðum sem verkefnið byggir á. Aðferðirnar hafa það einnig allar sameiginlegt að þær valda engum gæðabreytingum á matvælum við mælingar, sem gefur kost á notkun þeirra á rauntíma í vinnslulínum matvæla. 

Með tilkomu þessara fljótlegu aðferða má því stjórna framleiðslunni betur og………………meira

IS