Djúpsjávarráðstefnurnar eru meðal helstu viðburða á sviði djúpsjávarrannsókna. Viggó Marteinsson, fagstjóri hjá Matís, tekur þátt í skipulagningu þessarar ráðstefnu fyrir hönd Matís.
Á ráðstefnunni er fjallað um það nýjasta sem er að gerast á þessu sviði og þangað mæta fremstu sérfræðingar á þessu sviði. Fjallað verður um margvísleg þemu, svo sem fjölbreytileika í djúphöfunum, tímgunarhætti, áhrif mannsins, o.fl.
Nánari upplýsingar, má nálgast hjá Viggó Marteinsson, viggo.marteinsson@matis.is.